Húsið

Hús til Leigu í Orlando Florida

Húsið er í Eagle Creek, og er staðsett við 14055 Budworth Circle
Þetta er einbýlishús á tveimur hæðum á frábærum stað á Orlando svæðinu. , svæðið er  vaktað, á lokuðu svæði og svo er 18 holu gólfvöllur innan giðringar.

Frá Orlando Sanford International flugvellinum er um 45 mínútna akstur að Eagle Creek, en um 15 mínútna akstur frá Orlando International flugvellinum

Húsið var byggt 2005 og er um 210 m2 auk bílskúrs. Í húsinu eru 4 svefnherbergi með rúmmum fyrir 8 manns. Auk þess geta 2 sofið á svefnsófa í sjónvarpsholi. Á neðri hæð er eldhús, borðstofa, stofa, sjónvarpshol, snyrting ásamt "master" svefnherbergi með bað- og fataherbergi. Á efri hæð eru 3 svefnherbergi ásamt baðherbergi. Eitt herbergjanna er með king rúmmi, en hin tvö eru hvort um sig með tveim einbreiðum rúmmum sem hægr er að færa saman.

Húsinu fylgir m.a. fullbúið eldhús, þvottavél, þurrkari, uppþvottavél, örbylgjuofn, sjónvarpstæki, DVD spilari, útvarp, sími, internet og grill á veröndinni, handklæði, rúmföt, ferðabarnarúm (Pack n' Play) fyrir yngsta ferðalangann ásamt barnastól í eldhúsinu.

Afþreyingu af ýmsu tagi er að finna í nágrenninu. Til dæmis er um hálftíma akstur í Walt Disney skemmtigarðana, Sea World, Wet n' Wild vatnsrennibrautagarðinn, Universal Studios. Einnig er stutt í verslanir, outlet og fjöldan allan af veitingarstöðum.  

Um 45 mínútna akstur er að Cocoa Beach sem er ein af betri ströndum Flórída. Kjörið er að kíkja við á Cape Canaveral í leiðinni og skoða Kennedy Space Center.

Mjög auðvelt er að keyra á Flórída og því tilvalið að skella sér í dagsferðir á annað hvort austur eða vestur strönd Flórídaskagans. En ef austur ströndin verður fyrir valinu mælum við eindregið með St. Augustine, en það er einn elsti bær Bandaríkjanna.

Busch Gardens í Tampa Bay er svo í um 90 mínútna fjarlægð.

-----

Nánari upplýsingar veitir Hildur í síma 849 7439 eða netfangið [email protected].

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 243593
Samtals gestir: 93927
Tölur uppfærðar: 23.8.2017 07:55:52